Stytta sóttkví úr 14 dögum í 10

Bangkok
Frá Bangkok, höfuðborg Taílands. Mynd: Dan Freeman / Unsplash

Þeir erlendu ferðamenn sem heimsækja Taíland verða að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Frá og með næstu mánaðamótum verður tíminn styttur í tíu daga í von um að fleiri túristar heimsæki Taíland nú í vor og sumar.

Stefnt er að því að allar kröfur um sóttkví falli svo niður 1. október samkvæmt frétt Bloomberg. Varaforseti ferðamálaráðs Taílands segir þá bið of langa. Ferðaþjónusta landsins sé nefnilega í molum og verði að komast í gang. Krafan um eingangrun ferðamanna geri það hins vegar erfitt.

Taíland tók á móti fjörutíu milljón ferðamanna frá útlöndum árið 2019.