18 flugmenn endurráðnir til Icelandair

Icelandair hefur kallað átján flugmenn til starfa á ný samkvæmt heimildum Túrista. Þar með verða 136 flugmenn á launaskrá hjá flugfélaginu.

Ljóst er að þessar endurráðningar eiga sér ekki langan aðdraganda því fyrir helgi fékk Túristi þau svör frá Icelandair að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um að ráða fleiri flugmenn.

Sumarið 2019 voru 532 flugmenn starfandi hjá Icelandair eða fjórum sinnum fleiri en í dag.