Um mánaðamótin ætlar bandaríska flugfélagið Delta að hefja flug til Keflavíkurflugvallar á ný. Í öllu kynningarefni félagsins vestanhafs er tekið skýrt fram að eingöngu þeir bólusettu sleppi við sóttkví við komuna til Íslands.
Icelandair stefnir svo á að fjölga ferðum sínum vestur um haf töluvert í maí og samtals munu flugfélögin tvö geta flutt um 22 þúsund ferðamenn til landsins í næsta mánuði.