Dregur úr væntingum fyrir sumarið

Stjórnendur Ryanair eru ekki lengur vongóðir um að félagið skili jákvæðri afkomu í ár. Reikningsár flugfélagsins hófst þann 1. apríl og lýkur í lok mars 2022. MYND: RYANAIR

Komandi sumarvertíð verður ekki eins góð eins og stjórnendur Ryanair höfðu áður gert ráð fyrir. Áframhaldandi sóttvarnaraðgerðir til að draga úr útbreiðslu Covid-19 eru helsta skýringin á dekkri horfum samkvæmt því sem fram kemur í frétt Financial Times um nýtt stöðumat stjórnenda þessa stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu.

Þessar fréttir af versnandi horfum hjá Ryanair koma tveimur dögum eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað Breta um að bíða með að bóka sér utanlandsferðir í sumar. Á sama tíma hefur tíðni Covid-19 smita verið á uppleið víða í Evrópu en umsvif Ryanair takmarkast við flug innan álfunnar.