Efnameiri Bandaríkjamenn horfa til Íslands í sumar

Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hefur einbeitt sér að dýrari ferðum um landið. Og áhuginn er að aukast fyrir sumarið. Þegar fram í sækir verður opnun fimm stjörnu hótels í Reykjavík góð viðbót við markaðinn og líka metnaðarfull uppbygging út á landi að mati Erling Aspelund, framkvæmdastjóra Iceland Encounter.

Hjónin Kristín Björnsdóttir og Erling Aspelund stofnuðu Iceland Encounter árið 2009. Að jafnaði vinna tíu manns hjá ferðaskrifstofunni sem sérhæfir sig í ferðum fyrir efnameiri ferðamenn, sérstaklega frá Bandaríkjunum.

„Flestar þær bókanir sem við höfum verið að fá að undanförnu eru ekki frá barnafjölskyldum. Þetta er aðallega fullorðið fólk sem er bólusett. Það er engu að síður mjög mikill áhugi hjá fjölskyldum og við höfum unnið mikið með þeim hópi í gegnum tíðina. Þetta fólk er þó aðeins hikandi núna þar sem krakkar þurfa að vera í sóttkví á komudegi á meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku,” segir Erling Aspelund framkvæmdastjóri og meðeigandi Iceland Encounter.

Stærsti kúnnahópur ferðaskrifstofunnar eru efnamiklir Bandaríkjamenn og nokkrar ferðir í maí hafa þegar selst. Flestir eru þó að skoða reisur í júlí og ágúst.

Vísbendingar um að dvalartíminn lengist

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.