Ennþá unnið að lagfæringum á MAX þotunum

Athugun á rafbúnaði Boeing MAX þota nær til 106 eintaka af þessari umtöluðu flugvélategund. MYND: BOEING

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing óskaði eftir því fyrir hálfum mánuði síðan að sextíu MAX þotur yrðu teknar úr umferð tímabundið vegna bilana í rafbúnaði.

Síðar bættust 46 þotur við þann hóp og þar af TF-ICO eða Búlandstindur úr flugflota Icelandair.

Fyrr í dag upplýstu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum svo að mögulega þyrfti að yfirfara fleiri atriði í rafbúnaði þotanna en haldið var í fyrstu. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Þar segir einnig að forsvarsmenn bandarískra flugfélaga bindi vonir við að taka MAX þoturnar í gagnið á ný í næstu eða þarnæstu viku.