Fleiri farþegar en í febrúar en samt mjög fáir

Líkt og síðustu mánuði þá eiga fáir ferð um Leifsstöð þessa dagana. MYND: ISAVIA

Það voru 16.622 farþegar sem áttu leið um Keflavíkurflugvöll í mars eða fimm þúsund fleiri en í febrúar. Í samanburði við mars í fyrra þá nemur samdrátturinn 92 prósentum.

Það er ögn minni niðursveifla en undanfarna mánuði eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Það eru þó engin batamerki að sjá á Keflavíkurflugvelli því ennþá er farþegahópurinn mjög fámennur miðað við það sem var.