Fylgjast sérstaklega vel með Þjóðverjum á leið heim frá Mallorca

Fyrir hálfum mánuði síðan tóku þýsk sóttvarnaryfirvöld sex spænsk svæði af hættulista sínum og þar á meðal Mallorca. Í kjölfarið bættu þýskar ferðaskrifstofur og flugfélög við fjölda ferða til Mallorca og í heildina gert ráð fyrir rúmlega fimm hundruð þotum frá Þýskalandi til spænsku eyjunnar nú yfir páskana.

Það flækir þó málin fyrir farþegana að í byrjun síðustu viku settu þýsk stjórnvöld nýjar reglur sem fela í sér að allir verða að framvísa neikvæðum niðurstöðum í nýjum Covid-19 prófi áður en flogið er til Þýskalands. Og við heimskomuna verður fólkið svo skimað á nýjan leik og munu þýsk stjórnvöld ætla að hafa sérstakar gætur á þeim sem snúa tilbaka frá Mallorca samkvæmt því sem fjölmiðlar hafa greint frá.

Þeir Þjóðverjar greinast með veiruna fyrir brottför frá Mallorca verða að halda kyrru fyrir á eyjunni og hafa þá val um dvöl á sóttvarnarhóteli eða í orlofshúsi. Þau réttindi sem handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins eiga þó að dekka þann kostnað sem af þess háttar hlýst.