Greiðsluskjól rekstrarfélags Arctic Adventures framlengt

Arctic Adventures hefur verið eitt umsvifamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og þar unnu um fjögur hundruð manns fyrir heimsfaraldur. MYND: ARCTIC ADVENTURES

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær heimild Straumhvarfs ehf., rekstrarfélags Arctic Adventures, til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Nær fresturinn til 29. júní en þá fellur hann niður í takt við lög sem Alþingi samþykkti í júní í fyrra um tímabundið greiðsluskjól fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirukreppunnar. Úrræðið er að hámarki hægt að nýta í eitt ár.

Í tilkynningu sem Straumhvarf sendi kröfuhöfum í gær segir að stjórnendur félagsins séu langt komnir með lausn á fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og hún verði kynnt kröfuhöfum á næstu vikum.