Samfélagsmiðlar

Hafa fellt niður tvær af hverjum þremur ferðum í maí

Framboð á flugi á vegum Icelandair í maí hefur dregist verulega saman. Niðurskurðurinn endurspeglast í fjölda flugmanna hjá Icelandair.

Það eru ekki aðeins erlendu flugflugfélögin á Keflavíkurflugvelli sem hafa dregið úr ferðum sínum til Íslands í vor. Flugáætlun Icelandair fyrir næsta mánuð hefur einnig tekið miklum breytingum frá því í ársbyrjun.

Munar þar mestu um niðurskurð í flugi til Norður-Ameríku. Ferðunum þangað í maí hefur fækkað um áttatíu prósent í maí miðað við áætlunina sem Icelandair hafði í sölu á heimasíðu sinni í lok janúar.

Þá var gert ráð fyrir um tíu brottförum á dag til Bandaríkjanna og Kanada. Í dag eru eingöngu stefnt að reglulegum ferðum til Boston og JFK í New York auk vikulegra ferða til Seattle. Fyrstu ferðir ársins, til annarra áfangastaða í Norður-Ameríku, hafa verið færðar til þarnæstu mánaðamóta.

75 prósent samdráttur frá maí 2019

Þotur Icelandair munu einnig fljúga miklu sjaldnar til Evrópu en lagt var upp með í ársbyrjun. Ferðum til áfangastaða eins og Kaupmannahafnar, London, Parísar og Frankfurt hefur verið fækkað í maí og allt flug til Zurich, Hamborg, Glasgow, Manchester og fleiri borga er dottið út í þeim mánuði.

Í heildina standa eftir rétt rúmlega þrjú hundruð brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í maí. Þær voru hins vegar rúmlega þrisvar sinnum fleiri í talningu sem Túristi gerði í lok janúar.

Munurinn á framboðinu í maí næstkomandi og í maí í hittifyrra er ennþá meiri eða rétt um 75 prósent.

Óvissan hefur ennþá áhrif á eftirspurn eftir flugi

„Við erum stöðugt að vega og meta stöðuna og taka ákvarðanir byggðar á því hvernig faraldurinn, ferðatakmarkanir og ferðaráðleggingar yfirvalda eru að þróast, ásamt því hvernig bólusetningum fram vindur, bæði hér á landi og á okkar helstu mörkuðum. Enn ríkir talsverð óvissa um þessa þætti sem allir hafa áhrif á eftirspurn eftir flugi,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, um ástæður breyttrar flugáætlunar.

Frá 1. maí mun hið svokallaða litakóðunarkerfið gilda við íslensku landamærin eins og stjórnvöld kynntu í byrjun árs. Ásdís segir að sú boðaða breyting hjálpi mjög við að búa til ákveðinn fyrirsjáanleika en það eitt og sér opni ekki landamærin.

Geta fjölgað ferðum en líka dregið meira úr

„Eftir að kerfið tekur gildi þá munu, eðli máls samkvæmt, komur ferðamanna til landsins byggja á ástandi faraldursins í þeim löndum sem ferðamennirnir koma frá. Út á það gengur litakóðunarkerfið. Sem dæmi má nefna að ef land verður rautt eftir gildistökuna 1. maí þá verða miklar takmarkanir áfram á íslenskum landamærum fyrir þá ferðamenn sem koma frá viðkomandi löndum,“ útskýrir Ásdís.

Hún bendir á að í mörgum Evrópulöndum er ástandið vegna heimsfaraldursins ekki gott og viðkomandi stjórnvöld mælist gegn ferðalögum í mörgm tilvikum.

Ásdís segir að vegna þeirrar óvissu sem ríkir þá verði flugáætlun Icelandair áfram aðlöguð að eftirspurn með skömmum fyrirvara. „Hvort sem um ræðir að auka eða draga úr flugi.“

Rétt um fimmtungur flugmanna á launaskrá

Sem fyrr segir þá gerðu stjórnendur Icelandair ráð fyrir að framboð næsta sumars yrði 25 til 30 minna en sumarið 2019. Þá voru 562 flugmenn í vinnu hjá flugfélaginu en 112 þeirra var sagt upp í lok þeirrar vertíðar vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna.

Í dag eru rétt um 120 flugmenn á launaskrá Icelandair eða áttatíu prósent færri en sumarið 2019. Ný flugáætlun félagsins gerir svo ráð fyrir að framboðið dragist saman um þrjá fjórðu í maí líkt og fram kemur hér að ofan.

Túristi mun áfram fylgjast með þróun mála í sumaráætlun flugfélaganna og flytja fréttir af stöðu mála næstu vikur.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …