Á Keflavíkurflugvelli eru erlendir ferðamenn taldir við brottför en þess háttar talning er ekki framkvæmd á hinum Norðurlöndunum. Ein af ástæðunum er sú að þangað kemur stór hluti ferðamanna landleiðina. Þess í stað eru gistinætur útlendinga oftast notaðar sem mælikvarði á gang mála í ferðaþjónustu út í heimi.