Hollendingur tekur við stjórn SAS

Mynd: SAS

Anko Van der Werff, 45 ára Hollendingur, hefur verið ráðinn sem forstjóri SAS. Hann verður fyrsti forstjórinn í sögu félagsins sem ekki er frá Skandinavíu.

Í tilkynningu frá SAS segir að Van der Werff muni taka við forstjórastöðunni þann 15.júli en þá lætur Rickard Gustafsson af störfum. Sá sagði upp fyrr á þessu ári.