Icelandair kallar fleiri til starfa

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Það voru tuttugu og fjórir flugmenn endurráðnir til Icelandair fyrr í dag. Þetta staðfestir félagið í svari við fyrirspurn Túrista.

Þar með eru 160 flugmenn á launaskrá Icelandair en fyrr í þessum mánuði voru átján endurráðnir.

Nú um mánaðamótin verður svo sú breyting á að flugfreyjur og flugþjónar Icelandair fara aftur í fyrra starfshlutfall. Samningur sem gerður var við stéttina síðastliðið haust um hlutastörf rennur út nú í lok apríl.