Íslenskur „flugfiskur” eitt umhverfisvænasta próteinið í breskum matvörubúðum

„Við getum komið vöru til neytenda u.þ.b. tveimur sólarhringum eftir að hún er veidd á Íslandsmiðum. Þar með eru minni líkur á að eitthvað fari til spillis,” segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Mynd: Icelandair

„Það er vaxandi eftirspurn eftir ferskvöru og íslenskur fiskur, sem flogið er út á markað, er mjög umhverfisvænn. Fólk stoppar oft við og er með varann á þegar það heyrir að vara sé flutt með flugi. Staðreyndin er þó sú að flugferðin sjálf er ekki það versta við allt ferlið. Það er margt annað sem þarf að horfa til,” segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Máli sínu til stuðnings bendir hann á útreikninga Íslenska sjávarklasans á sótspori íslensks fisks sem gerðir voru vegna áætlana breskra verslana að hætta sölu á íslenskum fisk sem ferjaður er í flugi. Gunnar Már segir að niðurstöðurnar hafi sýnt að auk þess að vara holl vara þá var íslenskur „flugfiskur” eitt umhverfisvænasta próteinið í búðunum.

Minna sótspor í farþegaflugi

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.