Leiðakerfið lykill að nýjum mörkuðum fyrir ferskan íslenskan fisk

Með því að bæta breiðþotum við flota Icelandair Cargo getur félagið sótt inn á nýja markaði. Leiðakerfi Icelandair mun þó áfram spila stóra rullu í starfseminni undirstrikar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

„Það sem hefur ekki verið framkvæmanlegt til þessa verður nú möguleiki með nýjum flota," segir framkvæmdastjóri Icelandair Cargo um tilkomu Boeing 767 breiðþota. Fraktflug til Kaliforníu er ennþá á radarnum. TÖLVUTEIKNING: ICELANDAIR CARGO

Tveimur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt í fraktvélar og þær teknar í gagnið sem slíkar í september 2022. Fyrir eru tvær Boeing 757 fraktflugvélar í flota Icelandair Cargo en nýju þoturnar taka umtalsvert meiri frakt eða allt að 53 til 55 tonn í hverri ferð. Þær eru líka mun sparneytnari á hvert flutt tonn. 

„Stærri flugvélar gera okkur kleift að flytja meiri frakt milli Evrópu og Bandaríkjanna og þá í gegnum Ísland á sama hátt og leiðakerfi Icelandair er byggt upp í kringum farþegaflugið. Breiðþoturnar eru nógu stórar í þetta en flugvélarnar sem við erum með í dag eru ekki eins hagkvæmar þar sem einingakostnaðurinn er hærri og svo er umhverfisþátturinn líka orðinn stærri þáttur í flutningum í dag. Þeim mun minni sem flugvélin er, þeim mun meiri áhrif hefur hún á umhverfið,” útskýrir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Fjöldi áfangastaða skiptir miklu máli

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.