Tveimur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt í fraktvélar og þær teknar í gagnið sem slíkar í september 2022. Fyrir eru tvær Boeing 757 fraktflugvélar í flota Icelandair Cargo en nýju þoturnar taka umtalsvert meiri frakt eða allt að 53 til 55 tonn í hverri ferð. Þær eru líka mun sparneytnari á hvert flutt tonn.
„Stærri flugvélar gera okkur kleift að flytja meiri frakt milli Evrópu og Bandaríkjanna og þá í gegnum Ísland á sama hátt og leiðakerfi Icelandair er byggt upp í kringum farþegaflugið. Breiðþoturnar eru nógu stórar í þetta en flugvélarnar sem við erum með í dag eru ekki eins hagkvæmar þar sem einingakostnaðurinn er hærri og svo er umhverfisþátturinn líka orðinn stærri þáttur í flutningum í dag. Þeim mun minni sem flugvélin er, þeim mun meiri áhrif hefur hún á umhverfið,” útskýrir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.
Fjöldi áfangastaða skiptir miklu máli
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.