„MAX þoturnar eru allt öðruvísi en Boeing 757 sem hafa þjónað okkur svo vel í gegnum tíðina en eru á útleið á næstu árum," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.
„Við erum að læra á nýju vélarnar og hvernig við getum náð hámarks nýtingu. Flugvélar eru öðruvísi en bílar að því leyti að þú getur hlaðið bílinn eins lengi og það er pláss. Í flugvélum þarftu aftur á móti að taka tillit til fleiri þátta við hleðslu eins og til dæmis jafnvægis þotunnar,” útskýrir Gunnar Már.
Hafa náð miklu út úr Boeing 757