MAX vélarnar munu nýtast betur í fraktflutninga en útlit var fyrir

„MAX þoturnar hafa þó marga kosti og þegar við erum búin að ná að læra betur inn á þær þá er ég viss um að þær nýtast betur en við héldum í fyrstu. Þannig var það með Boeing 757 vélarnar," segir framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. MYND: BOEING

„MAX þoturnar eru allt öðruvísi en Boeing 757 sem hafa þjónað okkur svo vel í gegnum tíðina en eru á útleið á næstu árum," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

„Við erum að læra á nýju vélarnar og hvernig við getum náð hámarks nýtingu. Flugvélar eru öðruvísi en bílar að því leyti að þú getur hlaðið bílinn eins lengi og það er pláss. Í flugvélum þarftu aftur á móti að taka tillit til fleiri þátta við hleðslu eins og til dæmis jafnvægis þotunnar,” útskýrir Gunnar Már.

Hafa náð miklu út úr Boeing 757

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.