Miðjusætið ekki lengur frátekið

Nú verður sætanýtingin hjá Delta ekki lengur að hámarki 66 prósent. MYND: DELTA AIR LINES

Til að auka tiltrú fólks á flugferðum í upphafi heimsfaraldursins hættu mörg flugfélög að nota miðjusætin í þotum sínum til að breikka bilið á milli farþega. Flest þeirra létu af þessu fljótlega, þar á meðal Icelandair.

Stjórnendur Delta í Bandaríkjunum hafa þó haldið fast í þessa reglu þangað til núna. Því frá og með 1. maí ætlar félagið að nota öll sætin í vélunum.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að í takt við fjölgun bólusettra einstaklinga þá hafi eftirspurn eftir flugi hafi aukist og um leið traust fólks á að ferðast.

Delta áformar að fljúga til Íslands frá þremur bandarískum borgum í sumar. Frá New York og Minneapolis líkt og síðustu ár en einnig frá Boston. Frá þeirri borg hafa þotur Delta ekki áður flogið til Keflavíkurflugvallar.