Miklu færri farþegar á stóru norrænu flugvöllunum í ár

Flugvöllurinn við Kastrup er kominn nokkuð undir keppinautanna við Stokkhólm og Ósló.

Farþegum í Leifsstöð fækkaði um 95 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. MYND: ISAVIA

Fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um 95 prósent. Það er hlutfallslega aðeins meiri samdráttur en á stærstu flugvöllum Norðurlanda.

Þar hefur farþegunum líka fækkað gríðarlega í ár eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn sem hefur verið sá fjölfarnasti á Norðurlöndunum er til að mynda komin niður fyrir bæði Ósló og Stokkhólm þegar horft er til fjölda farþega.

Hafa ber í huga að það er eingöngu hér á landi sem innanlands- og alþjóðaflug er aðskilið. Það hefur þau áhrif að niðursveiflan verður meiri á Keflavíkurflugvelli en á hinum flugvöllunum því innanlandsflug hefur ekki dregist eins mikið í heimsfaraldrinum og ferðalög á milli landa hafa gert.