Næsti forstjóri kemur sennilega ekki frá Skandinavíu

MYND: SAS

Svíinn Rickard Gustafsson lætur senn að störfum hjá flugfélaginu SAS. Forveri hans í starfi var líka Svíi og hingað til hafa aðeins karlar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð leitt þetta stærsta flugfélaga Skandianvíu. Ríkin þrjú hafa líka frá upphafi átt stóran hlut í flugfélaginu þó Norðmenn hafi reyndar selt sín hlutabréf fyrir þremur árum síðan.

Fastlega hefur verið búist við því að arftaki Gustafsson yrði danskur eða sænskur en samkvæmt heimildum Dagens Næringsliv þá koma þrír menn til greina í forstjórastöðuna og enginn þeirra á ættir sínar að rekja til Skandinavíu.

Þar fer fremstur Spánverjinn Alex Cruz en hann var látinn taka poka sinn hjá British Airways í fyrra. Núverandi forstjóri Austrian flugfélagsins, Alexis von Hoensbroech, kemur einnig til greina en hann er Austurríkismaður. Sá þriðji sem nefndur er til sögunnar er svo Hollendingurinn Anko van der Werff sem fer fyrir Avianca flugfélaginu í Kólumbíu.