Sætaferðir frá Grindavík að gosstöðvunum

Sætaferðir frá Grindavík að

Í dag munu Kynnisferðir, Reykjavik Excursions, bjóða upp á sætaferðir frá Grindavík að stikuðu gönguleiðinni að gosstöðvunum í Geldingardölum.  Er það til viðbótar við ferðir sem hafa verið í boði frá BSÍ.

Fyrsta ferð frá Grindavík verður kl. 7:45 og eftir það á hálftíma fresti. Farið kostar 500 krónur fyrir fullorðna aðra leiðina og 250 krónur fyrir börn 6 til 15 ára. Frítt fyrir þau sem eru fimm ára og yngri.

Ekki þarf að panta sæti fyrirfram í þessar ferðir samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Þar segir að grímuskylda verði um borð og farið verði eftir öllum sóttvarnarreglum.

Rútan leggur að stað frá Nettó (Gamla Festi) og stoppar við Kvikuna menningarhús á Hafnargötu og að lokum við íþróttahúsið við Austurveg áður en keyrt er inn á Suðurstrandarveg.