Samningur um áfangastaðastofu fyrir Norðurland

Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV, Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE. MYND: MARKAÐSSTOFA NORÐURLANDS

Markaðsstofa Norðurlands hefur gert samning við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og eystra um rekstur Áfangastaðastofu. En þær eru samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar og er markmiðið með stofnun þeirra að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu.

Þar segir að meðal hlutverka áfangastofu sé gerð áfangastaðáætlana, að koma að gerð stefnumótunar í ferðaþjónustu, þarfagreining rannsókna, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf auk þess að sinna svæðisbundinni markaðssetningu og vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum.