Tap ársins nærri 2,2 milljarðar króna

Fosshótel í Reykjavík heyrir undir Íslandshótel. MYND: FOSSHÓTEL

Ástandið í ferðageiranum síðustu misseri endurspeglast í nýjum ársreikningi Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins. Árið 2019 hagnaðist fyrirtækið um 1,1 milljarð króna en í fyrra var niðurstaðan tap upp á tæpa 2,2 milljarða króna.

Tekjur Íslandshótela af sölu gistingar og veitinga nam nærri 3,4 milljörðum kr. á síðsta ári sem er lækkun um tvo þriðju frá 2019.

Eigið fé Íslandshótel var rúmir sautján milljarðar króna um síðustu áramót.