Það er fasteignafélagið Eik sem á Radisson 1919 hótelið sem rekið er í gamla Eimskipahúsinu við Tryggvagötu. Og þar sem fasteignafélagið er á hlutabréfamarkaði þá fæst áhugaverð sýn á rekstur hótels í miðborg Reykjavíkur í uppgjörum Eikar. Sérstaklega þar sem Radisson 1919 hefur verið opið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geysað.