Telja að Ísland geti orðið einn vinsælasti áfangastaður sumarsins

Forsíða ferðablaðs The TImes í dag til vinstri. Til hægri er skjámynd af vefútgáfunni.

Nú þegar landamæri Íslands eru opin fyrir bólusettum ferðamönnum þá gæti landið orðið einn helsti valkostur þeirra sem ætla í ferðalag í byrjun sumars. Þetta er alla vega mat blaðamanna The Sunday Times en Ísland prýðir forsíðu ferðakálfs blaðsins í dag.

Í opnugrein um landið er svo að finna upplýsingar um tíu ólíkar pakkaferðir sem breskar ferðaskrifstofur eru með á boðstólum fyrir Breta sem eru spenntir fyrir Íslandsferð í sumar.

Umfjöllunin er því í ekki hefbundin ferðagrein heldur meira eins og kynning á þjónustu ferðaskrifstofa.