Þetta eru hluthafar Play

Hlutafjáraukningu í hinu verðandi flugfélagi Play er nýlokið og rétt í þessu birti félagið lista á heimasíðu sinni yfir tuttugu stærstu hluthafana. Fea ehf, sem áður var eini eigandi Play, er í dag stærsti hluthafinn með rétt um fimmtungs hlut.

Þar á eftir kemur lífeyrissjóðurinn Birta með nærri þrettán prósent og svo Fiskisund, fjárfestingafélag Einars Arnar Ólafssonar.

Einar Örn verður stjórnarformaður Play og Skúli Skúlason, forsvarsmaður Fea og fyrrum stjórnarformaður félagsins, verður varaformaður stjórnar. Með þeim í stjórn eru þær Auður Björk Guðmundsdóttir, Guðný Hansdóttir og María Rúnarsdóttir.