Þjálfun áhafna hafin

TÖLVUTEIKNING: PLAY

Í dag hófst þjálfun hluta þeirra flugmanna og flugfreyja sem Play hefur ráðið til starfa. Um er að ræða ákveðinn grunnhóp en auglýst verður eftir fleiri áhafnarmeðlimum á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Play þá fer þjálfunin fram hér á landi til að byrja með og síðar í flughermi erlendis. 

Samhliða þjálfun áhafna þá fer nú fram loka úttekt Samgöngustofu á Play í tengslum við umsókn félagsins um flugrekstrarleyfi.

Þess má geta að lokum að Play auglýsti í síðustu viku eftir tveimur framkvæmdastjórum og rennur umsóknarfresturinn út í dag. Tugir umsókna hafa borist í hvort starf fyrir sig.