Þórdís Kolbrún kynnir uppbyggingu á Fyrirmyndaráfangastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Mynd: Stjórnarráðið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaáfangastaða og nýtt vörumerki í beinu streymi nú í dag klukkan 14.

Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að ráðherra muni einnig kynna hvaða fjórir staðir eru í ferli til að verða Fyrirmyndaráfangastaðir og hvernig unnið verður með stöðunum að innleiðingu á vörumerkinu.

„Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði o.fl.,“ segir í tilkynningu.

Hér er hægt að fylgjast með streyminu.