Þotur Icelandair ekki meðal þeirra sextíu sem nú þarf að leggja tímabundið

Boeing MAX 8 þota. MYND: BOEING

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing óskaði í gær eftir því að sextán flugfélög leggðu MAX þotum sínum tímabundið vegna bilana í rafbúnaði. Um er að ræða sextíu flugvélar en engin þeirra er í flota Icelandair samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.

Boeing 737 þotur voru kyrrsettar í mars árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa sem rakin voru til sérstakt stýribúnaðs flugvélanna. Bilunin sem nú er til skoðunar mun ekki neitt að gera með hinn umtalað búnað að gera samkvæmt því sem fram kemur í frétt Reuters.