Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að hefja Íslandsflug á ný frá Newark flugvelli við New York í byrjun júní. Nýtt áætlunarflug hingað frá Chicago bætist svo við mánuði síðar. Bob Schumacher, yfirmaður sölumála United Airlines, segir þá viðbót eiga sér lengri aðdraganda en halda mætti.