Samfélagsmiðlar

Þriggja stafa tölur í fjölda bókana í fyrstu ferðirnar til Íslands

Bob Schumacher hefur langa reynslu úr fluggeiranum og fer fyrir sölumálum United Airlines í Bretlandi, Íslandi og fleiri mörkuðum.

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að hefja Íslandsflug á ný frá Newark flugvelli við New York í byrjun júní. Nýtt áætlunarflug hingað frá Chicago bætist svo við mánuði síðar. Bob Schumacher, yfirmaður sölumála United Airlines, segir þá viðbót eiga sér lengri aðdraganda en halda mætti.

„Það liggur beint við fyrir okkur að stækka með því að bæta við ferðum frá Chicago. Þar er starfsemi United mjög umsvifamkil og farþegum okkar standa til boða tengingar í allar áttir. Farþegar frá öllum Bandaríkjunum og víðar geta þá nýtt sér ferðirnar þaðan til Íslands,” svarar Schumacher spurður hvort Íslandsflugið frá Chicago hafi komið til vegna óvenjulegra aðstæðna í heiminum í dag.

Hann bætir því við að innan raða United ríki ánægja með að snúa tilbaka til þeirra markaða sem er á góðum stað í faraldrinum og eru reiðubúnir til að taka á móti bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum.

Þörf fyrir að komast út í heim

Er eftirspurn eftir flugi United til Íslands?

„Við sjáum hraðan bata í flugi innan Bandaríkjanna og sérstaklega í kringum helgar og hátíðir. Bókanir bætast hratt við og það hefur líka áhrif á alþjóðaflugið. Um leið og ferðir bætast við út í heim þá eru viðtökurnar góðar. Við gerum okkur vonir við að það verði líka raunin með flugið til Íslands og annarra Evrópulanda. Nú þegar sjáum við þriggja stafa tölur í fjölda bókana í fyrstu flugin frá New York til Íslands í júní,” útskýrir Schumacher.

Bókanir í ferðirnar frá Chicago er þó færri og það var viðbúið að sögn Schumacher. Bæði vegna þess að sú flugleið er ný en líka þar sem lengra er í fyrstu brottför. 

Og til marks um aukin áhuga Bandaríkjamanna á ferðum til Evrópu þá jókst leit eftir Evrópuflugi á heimasíðu United um 19 prósent síðastliðinn sunnudag í framhaldi af yfirlýsingu ráðamanna ESB um að opna á ferðalög Bandaríkjamanna í sumar.

Sjá til með veturinn

Síðustu ár hefur United aðeins flogið til Íslands yfir sumarmánuðina og Schumacher segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort breyting verði þar á. „Við erum með flugvélar til að fljúga en metum aðstæður hverju sinni og reynum að vera eins lipur og við mögulega getum.”

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …