Tveir nýir forstöðumenn til Isavia

Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hefur hafið störf hjá félaginu sem forstöðumaður viðskipta og markaðsmála.

Raquelita hefur þróað og stýrt hönnunarsprettum með stærstu fyrirtækjum landsins og hefur aðstoðað fyrirtækin við skilgreiningu á hugbúnaði eða stafrænni vegferð. Hún er reyndur stjórnandi og hefur mikla tækniþekkingu sem mun nýtast vel í uppbyggingu upplýsingatækni hjá Isavia samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þórhildur starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Nortek og Atlantik lögmannsstofu. Hún tekur nú við nýrri viðskipta- og markaðseiningu hjá Isavia sem ber ábyrgð á óflugtengdum tekjum Keflavíkurflugvallar. Þar er átt við verslun, veitingar og samgöngur.