Unnur Valborg tekur við af Friðjóni

Friðjón R. Friðjónsson, einn eiganda Kom-almannatengsla og miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, baðst undan endurskipun í stjórn Íslandsstofu á aðalfundi hennar í vikunni. Friðjón hefur verið fulltrúi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, í stjórninni.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er því nýr fulltrúi ráðherra.

Í færslu á Facebook segir Friðjón að ástæðan fyrir ákvörðun sinni sé sú að fyrirtæki hans sé að færa út kvíarnar.

Vegna ráðgjafastarfa fyrir Icelandair þá hefur Friðjón hefur skilgreindur sem fruminnherji í Icelandair Group nærri allan þann tíma sem hann hefur setið í stjórn Íslandsstofu.

Stjórn Íslandsstofu skipa í dag Áshildur Bragadóttir, Ásthildur Otharsdóttir, Borgar Þór Einarsson, Helga Árnadóttir, Hildur Árnadóttir, Jens Garðar Helgason og Unnur Valborg Hilmarsdóttir.