Fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði farþegum Icelandair um 96 prósent en aftur á móti hafa fraktflutningar félagsins aukist um 12 prósent, í tonnum talið, í ár. Á sama tíma hefur verðskráin fyrir fraktina hækkað um helming. Þessi verðbreyting er þó ekki varanleg segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri, Icelandair Cargo.