Birgir Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Iceland Express og síðar aðstoðarforstjóri Wow Air, tók við sem forstjóri Play í gær. Flugrekstrarleyfi félagsins hefur ennþá ekki verið gefið út en forsenda fyrir þess háttar leyfisveitingu er að Play hafi að minnsta kosti eina þotu til umráða.