Auglýsa eftir flugfreyjum í sumarstörf

MYND: ICELANDAIR / SR-PHOTOS.COM

Icelandair auglýsir nú eftir flugfreyjum og flugþjónum í tímabundin störf í sumar með fullu starfsfhlutfalli og möguleika á áframhaldandi vinnu. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir á þessari stundu samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

Síðastliðið haust var gerður samningur við flugfreyjur og flugþjóna Icelandair um hlutastörf en sá samningur gilti fram til loka síðasta mánaðar.

Flugáætlun Icelandair nú í maí gerir ráð fyrir að félagið taki upp þráðinn í flugi til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum en fyrr í vikunni fór félagið sína fyrstu ferð í fjóra mánuði til New York.