Biðin eftir MAX þotunum lengist

Icelandair tók eina af Boeing MAX þotum sínum úr rekstri um miðjan apríl í varúðarskyni eftir tilmæli frá flugvélaframleiðandanum og bandarískum flugmálayfirvöldum. Ennþá liggur ekki fyrir hvenær þessi MAX þota Icelandair og 108 aðrar af sömu tegund verða teknar í notkun á ný.

Ástæðan er sú að yfirvöld vestanhafs hafa óskað eftir nýjum upplýsingum um þá galla í rafkerfi vélanna sem fundist hafa. Þar með stefnir í að þoturnar verði lengur á jörðinni en gert var ráð fyrir í fyrstu samkvæmt heimildum Reuters.