Bresk stjórnvöld gefa grænt ljóst á Íslandsferðir

Credit: Alex Lopez / Unsplash

Frá og með 17. maí mega íbúar Englands á ný fara úr landi en við heimkomuna verða þeir að fara í tíu daga sóttkví. Sú krafa er þó ekki gerð ef dvalið hefur verið í landi sem flokkað er grænt af breskum yfirvöldum. Og samkvæmt tilskipun sem gefin var út seinnipartinn í dag er Ísland eitt þeirra landa sem eru græn í nýju litakóðunarkerfi breskra stjórnvalda.

Hin grænu löndin eru Portúgal, Gíbraltar, Ísrael, Ástralía, Brunei, Falklands eyjar, Færeyjar, Nýja-Sjáland og Singapúr auk eyja sem tilheyra breska heimsveldinu.

Aftur á móti eru löndin við Miðjarðarhafið flokkuð sem gul sem þýðir að allir sem þaðan koma til Bretlands þurfa í 10 daga sóttkví. Þessi flokkaskipun verður endurskoðuð á ný eftir þrjár vikur.