Bretar fá ekki að ferðast til Þýskalands

Frá Berlin Brandenburg flugvellinum. MYND: BER

Frá og með miðnætti á sunnudag verður aðeins þýskum ríkisborgurum og íbúum Þýskalands hleypt inn fyrir þýsk landamæri komi þeir í flugi frá Bretlandi. Breskum ferðamönnum í sömu flugvélum verður hins vegar snúið frá samkvæmt frétt The Telegraph.

Skýringin á þessum hertum aðgerðum liggur í ákvörðun þýskra sóttvarnaryfirvalda að skilgreina Bretland sem áhættusvæði vegna aukinnar tíðni smita af nýjum afbrigðum af Covid-19 í Bretlandi.