Ferðafrelsi fyrir þá bólusettu

Nú gæti styst í að fólk komist á milli landa á ný án þess að framvísa vottorðum eða fara í sóttkví. MYND: SCHIPHOL

Nú þegar útbreiðsla Covid-19 smita í Evrópu er á niðurleið og fjöldi bólusettra eykst þá leggur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að dregið verði úr ferðatakmörkunum innan Evrópu um miðjan júní.

Þá eiga allir þeir sem eru fullbólusettir að geta ferðast á milli aðildarríkjanna án þess að framvísa vottorðum eða fara í sóttkví. Það sama skal gilda um þá sem hafa náð sér eftir Covid-19 sýkingu og fengið fyrri bólusetningu.

Þeir sem eru með mótefni eftir sýkingu en hafa ekki fengið neina bólusetningu fá einnig að ferðast frjálst á milli landa fyrstu 180 dagana eftir að þeir hafa náð fullri heilsu.

Allir þeir sem tilheyra þessum þremur hópum verða svo að hafa á sér kórónuveirupassa ESB en hann er ennþá í vinnslu. Áður hefur ESB gefið út að EES-löndunum standi tilboða að taka upp kerfið líka.