Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi lög sem gefa ferðaþjónustufyrirtækjum heimild til að fara í greiðsluskjól vegna þeirra erfiðleika sem kórónuveirukreppan hefur valdið. Allrahanda GL ehf., rekstraraðili Gray Line á Íslandi, er eitt þeirra fyrirtækja sem nýtti þetta nýja úrræði um heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar og að sögn Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns, þá er sú vinna á áætlun.