Fleiri vegabréf gefin út en síðustu mánuði

vegabref 2
1.399 ný vegabréf voru prentuð fyrstu þrjá mánuði ársins. Þau voru 3.997 á sama tíma í fyrra. MYND: ÞJÓÐSKRÁ

Það voru 638 íslensk vegabréf gefin út í mars síðastliðnum en til samanburðar voru þau 907 í mars 2020. Samdrátturinn nemur því um þriðjungi á milli ára.

Aftur á móti var útgáfan um tvöfalt meiri en verið hefur síðustu mánuði. Frá því í september hafa nýju vegabréfin nefnilega aðeins verið í kringum þrjú hundruð á mánuði samkvæmt tölum Þjóðskrár.