Samfélagsmiðlar

Flugfélag sem vill ekkert með stéttarfélög hafa

Nú er deilt um kjarasamning Play og Íslenska flugstéttafélagsins. ASÍ segir launin vera umtalsvert lægri en stjórnendur Play fullyrða að þau verði. Á sama tíma njóta áhafnir næststærsta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli mun verri kjara og mega ekki vera í verkalýðsfélagi.

Allt frá falli Wow Air hefur Wizz Air verið næst umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli og á því verður engin breyting þó Play verði með þrjár þotur í rekstri seinni hluta sumars.

„Horfðu á flugfélögin þar sem stéttarfélög hafa náð yfirráðunum, þau eru öll á barmi gjaldþrots.“ Þessi orð lét Josef Varadi, forstjóri Wizz Air, falla í október í fyrra í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv. Þar útskýrði hann ástæður þess að „Wizz Air væri flugfélag án stéttarfélaga“ og fullyrti að rekstur keppinautanna sinna væri óskilvirkur vegna afskipta verkalýðsfélaga.

Skömmu áður hafði fjöldi stéttarfélaga í Noregi skorað á félagsmenn sína til að sniðganga Wizz Air. Alþýðusamband Íslands tók til sömu ráða í gær gagnvart Play og sakar fyrirtækið um undirboð með samningum sínum við Íslenska flugstéttafélagið.

Útreikningar sem ASÍ birti í gær sýna að lægstu laun flugfreyja og -þjóna Play verða nokkuð undir atvinnuleysisbótum og reyndar ná lægstu laun áhafna Icelandair ekki heldur þeirri tölu.

Því samkvæmt því sem fram kemur í ályktun miðstjórnar ASÍ, sem birt var seinnipartinn í gær, þá verða lægstu laun áhafna Play aðeins 266.500 krónur. Lágmarkslaunin hjá Icelandair eru hins vegar 307 þúsund kr. eða 430 krónum lægri en sem nemur atvinnuleysisbótum.

Stjórnendur Play mótmæltu aðgerðum ASÍ harðlega í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöld. Þar segir að fastar mánaðarlegar tekjur flugliða Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 kr., óháð vinnuframlagi.

„Ofan á þær tekjur bætast svo flugstundagreiðslur, sölulaun og dagpeningar. Meðal mánaðartekjur sem almennir flugliðar Play geta vænst, sem eru að koma inn til starfa á kjarasamningi Íslenska flugstéttafélagsins, eru í kringum 500 þúsund íslenskar krónur og þá hefur verið tekið tillit til sumar- og vetrarfrísmánuða. Launin miðast við 67,1 fartíma að jafnaði,“ segir í yfirlýsingunni.

Það eru umtalsvert hærri laun en eru í boði hjá Wizz Air þar sem meðallaun flugfreyja og -þjóna munu vera í kringum 180 þúsund krónur á mánuði samkvæmt fréttum í Noregi. Forstjóri Wizz Air hefur þó ekki viljað staðfesta þá tölu í norskum fjölmiðlum né gefa upp hver launin eru. Hann fullyrðir þess í stað að Wizz Air borgi markaðslaun í þeim löndum sem félagið gerir út frá en kjörin séu ólík eftir svæðum.

Þrátt óvissuna um launakjör áhafna Wizz Air þá liggur fyrir að launakostnaður vegur ekki nærri því eins þungt í rekstri félagsins og raunin er hjá keppinautunum á norska markaðnum. Launaliðurinn er nefnilega rétt um níu prósent ef heildarrekstrarkostnaði Wizz Air á meðan hlutfallið er 25 til 30 prósent hjá SAS og Norwegian.

Hjá Icelandair var hlutfallið líka 30 prósent árið 2018 samkvæmt þeim gögnum sem félagið birti í tengslum við hlutafjárútboð sitt síðastliðið haust.

Þess má geta að gagnrýnin á starfsemi Wizz Air í Noregi kemur ekki aðeins úr röðum verkalýðsfélaganna. Þannig hefur Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýst því yfir að hún muni ekki fljúga með Wizz Air svo lengi sem flugfélagið viðurkennir ekki rétt starfsmanna til að ganga í stéttarfélög.

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …