Flugfélag sem vill ekkert með stéttarfélög hafa

Nú er deilt um kjarasamning Play og Íslenska flugstéttafélagsins. ASÍ segir launin vera umtalsvert lægri en stjórnendur Play fullyrða að þau verði. Á sama tíma njóta áhafnir næststærsta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli mun verri kjara og mega ekki vera í verkalýðsfélagi.

Allt frá falli Wow Air hefur Wizz Air verið næst umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli og á því verður engin breyting þó Play verði með þrjár þotur í rekstri seinni hluta sumars. Mynd: Wizz Air

„Horfðu á flugfélögin þar sem stéttarfélög hafa náð yfirráðunum, þau eru öll á barmi gjaldþrots." Þessi orð lét Josef Varadi, forstjóri Wizz Air, falla í október í fyrra í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv. Þar útskýrði hann ástæður þess að „Wizz Air væri flugfélag án stéttarfélaga" og fullyrti að rekstur keppinautanna sinna væri óskilvirkur vegna afskipta verkalýðsfélaga.

Skömmu áður hafði fjöldi stéttarfélaga í Noregi skorað á félagsmenn sína til að sniðganga Wizz Air. Alþýðusamband Íslands tók til sömu ráða í gær gagnvart Play og sakar fyrirtækið um undirboð með samningum sínum við Íslenska flugstéttafélagið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.