Flýta fyrstu ferð til Íslands um mánuð

Þota Jet2 á Keflavíkurflugvelli en félagið hefur flug til Íslands á ný í byrjun september.

Breska flugfélagið Jet2.com áformaði að hefja flug á ný til Keflavíkurflugvallar í lok september í ár. Nú stefnir félagið hins vegar á að setja útgerðina í gang þann 2. september. Þar með fjölgar þeim valkostum enn frekar sem Íslendingar á leið til Manchester hafa úr að velja líkt og Túristi hefur áður rakið.

Auk ferða til Manchester mun Jet2 einnig boðið upp á reglulegt flug og borgarferðir frá Birmingham. Áætlunarflug til þeirrar borgar frá Keflavíkurflugvelli var lengi vel í boði, fyrst á vegum Flybe og svo Icelandair. Bæði félög lögðu flugleiðina svo niður.

Ferðaskrifstofan Jet2Citybreaks, sem tilheyrir Jet2, mun til viðbótar við áætlunarflugið til Birminghams og Manchester bjóða upp á 37 pakkaferðir til Íslands frá sjö öðrum flugvöllum á Bretlandseyjum – frá Belfast-flugvelli, East-Midlands-flugvelli í Derby, Leeds-Bradford-flugvelli, Glasgow, Edinborg, Newcastle og London Stansted.