Samfélagsmiðlar

Fólk bíður með að bóka þangað til öruggt er að það kemst af stað

„Á árunum 2016 til 2019 var verðþróunin í ferðaþjónustunni frekar brött í tengslum við aukna eftirspurn. Og að mínu mati þá stóðu gæðin ekki alltaf undir verðlaginu. Fyrir okkur sem þýska ferðaskrifstofu þá var þessi þróun áskorun þar sem markaðurinn okkar er mjög viðkvæmur fyrir verðbreytingum," segir Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen.

Þýska ferðaskrifstofan Wikinger Reisen hefur í hálfa öld boðið upp á gönguferðir um Ísland og á þarsíðasta ári komu 2.250 ferðamenn á þeirra vegum hingað til lands. Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen, bindur vonir við að það rætist úr sumrinu þegar á líður. Hann bendir þó á að með hverri vikunni sem líður þá minnki líkurnar á að það gangi eftir.

Hann segir fjölda ferðamanna á Íslandi síðustu ár ekki hafa verið stórt vandamál fyrir viðskiptavini Wikinger Reisen. Öðru máli gegnir um verðlag hér á landi og sveiflur á gengi krónunnar.

„Fyrri helmingur sumarsins er farinn nú þegar. Við gerum okkur þó vonir um töluverð umsvif eftir miðjan júlí. Hver vika sem líður án þess að við vitum hvenær fallið verði frá kröfu um 5 til 6 daga sóttkví, fyrir óbólusetta ferðamenn, dregur þó úr líkunum á að það gangi eftir. Fólk bíður með að bóka ferðir þar til að það er alveg öruggt með að komast af stað. Um leið og slakað verður á núverandi takmörkunum þá munum við sjá eftirspurnina aukast,“ útskýrir Mohs.

Mannmergðin ekki vandamál í gönguferðum

Þýski markaðurinn hefur lengi verið mjög mikilvægur fyrir íslenska ferðaþjónustu og sérstaklega yfir sumarmánuðina. Spurður hvort umræða um massatúrisma á Íslandi í þýskum fjölmiðlum hafi skemmt fyrir þá svarar Mohs því til að viðskiptavinir Wikinger Reisen hafi í sjálfu sér ekki fundið mikið fyrir mannmergð.

„Sumarið er og verður aðalferðatímabilið og mikill fjöldi ferðamanna á Íslandi á þeim tíma var aðeins í umræðunni í fjölmiðlum. Mögulegir viðskiptavinir spurðust því fyrir um stöðuna. En við höfum aðallega upplifað þetta sem vandamál á Reykjavíkursvæðinu, á suðvesturhorninu og við suðurströndina. Í öðrum landshlutum voru áhrifin ekki neikvæð. Ferðirnar okkar eru átta til fimmtán daga og í mörgum tilfellum fer fólk víða um eyjuna. Við stoppum auðvitað við þekktustu og vinsælustu áfangastaðina en fókusinn er á göngur í tvo til sjö klukkutíma. Mannmergð er því ekkert vandamál um leið og þú byrjar að ganga frá bílastæðinu þannig að við finnum ekki fyrir þessu.”

Gengi krónunnar veldur sveiflum í afkomu

Vinsældir Íslands meðal ferðamanna höfðu þó sín áhrif því verðlagið hér á landi varð til þess að ferðalög til Íslands urðu dýrari.

„Á árunum 2016 til 2019 var verðþróunin í ferðaþjónustunni frekar brött í tengslum við aukna eftirspurn og að mínu mati þá stóðu gæðin ekki alltaf undir verðlaginu. Fyrir okkur sem þýska ferðaskrifstofu þá var þessi þróun áskorun þar sem markaðurinn okkar er mjög viðkvæmur fyrir verðbreytingum. Mun meira en tilfellið er á stórum mörkuðum eins og þeim bandaríska og í Asíu,“ útskýrir Mohs.

Spurður hvort sveiflur í gengi íslensku krónunnar komi sér illa þá viðurkennir Mohs að gengisþróunin geti verið erfið fyrir ferðaskrifstofur sem þurfi að gefa út verð eitt ár fram í tímann. Einnig leyfi þýsk lög ekki verðbreytingar eftir á nema að litlu leyti.

„Við höfum hins vegar verið með ferðir til Íslands í fimmtíu ár svo þetta er í lagi, sum árin töpum við smá en svo koma önnur þar sem er afgangur.“

Markaður fyrir vetrarferðir að aukast

Sem fyrr segir þá hafa Þjóðverjar aðallega sótt í Íslandsferðir yfir sumarmánuðina en þýskum ferðamönnum hér á landi hafði farið fjölgandi yfir vetrarmánuðina.

Sú þróun endurspeglaðist í tölum Wikinger Reisen segir Mohs. Hann nefnir sem dæmi að árið 2012 komu innan við tvö prósent af viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar til Íslands yfir vetrarmánuðina. Árið 2019 var hlutfallið fimmtán prósent.

„Markaðurinn fyrir vetrarferðir til Íslands er því klárlega til staðar,“ segir Mohs að lokum.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …