Fólk bíður með að bóka þangað til öruggt er að það kemst af stað

„Á árunum 2016 til 2019 var verðþróunin í ferðaþjónustunni frekar brött í tengslum við aukna eftirspurn. Og að mínu mati þá stóðu gæðin ekki alltaf undir verðlaginu. Fyrir okkur sem þýska ferðaskrifstofu þá var þessi þróun áskorun þar sem markaðurinn okkar er mjög viðkvæmur fyrir verðbreytingum," segir Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen. MYND: WIKINGER REISEN

Þýska ferðaskrifstofan Wikinger Reisen hefur í hálfa öld boðið upp á gönguferðir um Ísland og á þarsíðasta ári komu 2.250 ferðamenn á þeirra vegum hingað til lands. Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen, bindur vonir við að það rætist úr sumrinu þegar á líður. Hann bendir þó á að með hverri vikunni sem líður þá minnki líkurnar á að það gangi eftir.

Hann segir fjölda ferðamanna á Íslandi síðustu ár ekki hafa verið stórt vandamál fyrir viðskiptavini Wikinger Reisen. Öðru máli gegnir um verðlag hér á landi og sveiflur á gengi krónunnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.