Frakkar bjóða Evrópubúum í heimsókn

Frá Étretat í Normandí en héraðið er eitt þeirra sem sérstök áhersla er lögð á í herferð ferðamálaráðs Frakklands. Mynd: Ilnur Kalimullin / Unsplash

Frakkland er það land sem vanalega fær til sín flesta erlenda ferðamenn. Í fyrra minnkuðu hins vegar tekjur ferðaþjónustunnar þar í landi um helming samkvæmt útreikningum franska seðlabankans, Banque de France.

Það er því ekki lítið undir fyrir franska þjóðarbúið að koma sér á kortið á nýjan leik nú þegar dregið verður úr sóttvarnaraðgerðum í Frakklandi.

Af þeim sökum hafa frönsk ferðamálayfirvöld sett í loftið markaðsherferð sem beint er að tíu Evrópulöndum, þó ekki Íslandi. Þemað í herferðinni er að hvetja Evrópubúa til að snúa aftur til Frakklands, með vinum og fjölskyldu og njóta franskrar náttúru, sögu og menningar á sjálfbæran hátt. Það er því gert töluvert úr gönguferðum og annarri útiveru í herferðinni eins og sjá á hér að neðan.