Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands gæti tekið við sem stjórnarformaður Norwegian

Svein Harald Øygard. Mynd af vefsíðunni Combat Zone Book.

Svein Harald Øygard, sem gegndi embætti seðlabankastjóra um nokkurra mánaða skeið árið 2009, verður tilnefndur sem nýr stjórnarformaður norska flugfélagsins Norwegian. Frá þessu segir norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í dag.

Uppstillingarnefnd á vegum flugfélagsins leitar nú að arftaka Danans Niels Smedegaard sem leitt hefur fyrir stjórn norska flugfélagsins síðustu ár. Og mun Øygard vera sá kandídat sem nefndin er sammála um.

Líkt og Túristi greindi frá þá var í gærmorgun birtur listi yfir stærstu hluthafa Norwegian að loknu hlutafjárútboði. John Frederiksen, ríkasti maður Noregs, er þar stærstu með um fimmtungshlut.

Gengi bréfa í Norwegian féll í kjölfar birtingu listans en hefur nú í morgun náð sér á strik og hækkað um 14 prósent.