Fyrsta ferð Play verður til Stansted í London

Frá vinstri til hægri má sjá Halldór Guðfinnsson, Andra Geir Eyjólfsson og Friðrik Ottesen en þeir tóku við TF-AEW, fyrstu þotu Play. MYND: PLAY

Nú telst Play vera orðið flugfélag enda komið með flugrekstrarleyfi og sína fyrstu þotu. Sú er af gerðinni Airbus A321Neo, árgerð 2018 og hefur hún fengið einkennisstafina TF-AEW. Þotan var áður í notkun hjá mexíkóska lágfargjaldaflugfélaginu Interjet og það á líka við þær tvær þotur í viðbót sem Play tekur í notkun nú í júlí. Þær eru allar þrjár í eigu AerCap, stærstu flugvélaleigu heims.

Jómfrúarferð Play er svo á dagskrá þann 24. júní næstkomandi og stefnan verður sett á Stansted flugvöll við London að sögn Birgis Jónssonar, forstjóri Play. Með áætlunarflugi Play til Stansted þá verða í boði reglulegar ferðir frá Keflavíkurflugvallar til fjögurra flugvalla í nágrenni við bresku höfuðborgina.