Samfélagsmiðlar

Gætu skilgreint sérstaka markaði innan greinarinnar í öðrum samrunum

Sameining Kynnisferða og Eldeyjar fékk grænt ljós í gær. Forstjóri SKE segir erfitt að ráða í fordæmisáhrif ákvörðunarinnar. Tveir stórir samrunar ferðaþjónustufyrirtækja eru á borði eftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið gaf í gær samþykki sitt fyrir samruna Kynnisferða og hluta þeirra fyrirtækja sem fjárfestingasjóðurinn Eldey er meðeigandi í. Sjóðurinn, sem er í vörslu Íslandssjóða, hefur verið rekinn með tapi allt frá stofnun árið 2015.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að sameiningin feli í sér óverulega skörun á markaði fyrir skipulagðar ferðir innanlands þar sem samrunaaðilar starfi að meginstefnu á ólíkum sviðum.

Á borði Samkeppniseftirlitsins eru í dag tveir stórir samrunar á sviði ferðaþjónustu. Annars vega kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum og hins vegar kaup Nordic Visitor á Iceland Travel.

Spurður um mögulegt fordæmisgildi úrskurðar gærdagsins, fyrir aðra sameiningar í greininni, þá bendir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á að horfa þurfi til ólíkra þátta og markaða.

„Eins og ákvörðunin ber með sér réðist niðurstaða málsins á fjölþættu mati þar sem litið var til markaðshlutdeildar á viðkomandi mörkuðum, skörunar milli samrunaaðila og mögulegra samsteypuáhrifa, þ.á m. hvort viðkomandi hópur fyrirtækja geti hindrað samkeppni með því að tengja saman viðskipti sín.

Af þessu má ráða að erfitt er að ráða í fordæmisáhrif ákvörðunarinnar, enda eru ferðaþjónustumarkaðir fjölbreyttir og aðstæður mismunandi í hverju máli. Þannig kann til dæmis að vera ástæða til þess í öðrum málum að skilgreina sérstaka markaði fyrir einstakar greinar innan ferðaþjónustunnar.

Almennt má gera ráð fyrir því að stórir samrunar á ferðaþjónustumörkuðum fái ítarlega skoðun af hálfu Samkeppniseftirlitsins, enda hafa samkeppnisaðstæður í ferðaþjónustunni eðli máls samkvæmt áhrif á samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs,“ segir Páll Gunnar í skriflegu svari til Túrista.

Helstu hluthafar í Eldey eru íslenskir lífeyrissjóðir á meðan Alfa hf., í eigu bræðranna Einars Sveinssonar og Benedikts Sveinssonar, fer með 65 prósent hlut í Kynnisferðum. Meðeigandi þeirra er framtakssjóðurinn SÍA III en hann er að mestu í eigu lífeyrissjóða. Eigendur Eldeyjar fá 27,5 prósent hlut í sameinuðu félagi sem er nokkru minna en lagt var upp með í upphafi.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …