Grímuskylda í flugi fram á haust

Allir farþegar í flugi vestanhafs verða að vera með grímur í flugi og reyndar á flugstöðvum líka. Mynd: Delta

Allt á frá því að heimsfaraldurinn hófst hafa flugfélög hvatt farþegar til að bera grímu í flugi. Í Bandaríkjunum hafa þó komið upp fjölmörg dæmi þar sem farþegar neita að fylgja reglunum. Forsvarsmenn flugfélaga þar í landi kölluðu því eftir því að grímuskylda yrði fest í lög og þeim varð að ósk sinni nú í ársbyrjun.

Því stuttu eftir að Joe Biden tók við lyklavöldunum í Hvíta húsinu gáfu stjórnvöld út að farþegar í lestum, strætisvögnum, rútum og flugvélum verði að bera grímu. Þessi reglugerð gilti upphaflega til 11. maí en nú fyrir helgi var hún framlengd til 13. september.

Grímuskyldan vestanhafs nær til allra sem náð hafa tveggja ára aldri.