Samfélagsmiðlar

Grunnlaun áhafna hækkuð í tengslum við hlutafjáraukningu

Forstjóri Play telur að félagið nái betri nýtingu frá áhöfnum sínum en Icelandair. Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar Play verða sjálfar að sjá um ferðir út á Keflavíkurflugvöll.

Þegar áform um stofnun Play voru fyrst opinberuð, í nóvember árið 2019, þá var fjárfestum kynntur undirritaður kjarasamningur við Íslenska flugmannafélagið, ÍFF, um kjör áhafna. Það er sama stéttarfélag og flugmenn Wow höfðu verið í.

Samningurinn við Play gerði þó ráð fyrir 19 til 37 prósent lægri launum en voru í boði hjá flugfélagi Skúla Mogensen.

Spurður um hvort þetta séu þau kjör sem áhöfnum Play standi til boða í dag þá segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, að samningnum hafi verið breytt í tengslum við hlutafjárútboð félagsins sem lauk nú april. Nýi samningur var í framhaldinu borinn undir kosningu hjá ÍFF bætir Birgir við.

Hann segir að grunnlaun hafi verið hækkuð og sú breyting hafi meðal annars byggt á væntingum ÍFF sem hafi þróast á þeim tíma sem liðinn er frá gerð fyrsta samningsins. Ýmis atriði samningsins hafi líka verið aðlöguð betur að íslenskum vinnumarkaði. Einnig var gildistíminn framlengdur en sá gamli átti að renna út á þarnæsta ári.

„Það var þó alls ekki þannig að fyrri samningur hafi verið á gráu svæði, heldur voru nokkur atriði sem aðilar sömdu um að breyta í tengslum við lengri gildistíma. Lengra tímabil passar betur við fjárfestinguna enda er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Samningurinn tryggir stöðuleika til nokkura ára sem er mikilvægt og passar við aðra samninga sem byggja upp kostnaðinn,“ segir Birgir.

Hann segist þó ekki geta upplýst nákvæmlega um samninginn umfram það sem fram kemur hér að ofan.

Engar áhafnarútur til og frá Leifsstöð

Eitt er þó óbreytt frá fyrsta samningi og það er að áfram er ekki gert ráð fyrir að Play standi fyrir sætaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli með áhafnir. Í staðinn hyggst félagið koma á móts við starfsmenn með niðurgreiðslum á bílastæðum og með tæknilausn eða appi sem auðveldar fólki að sameinast um bíla.

„Það tíðkast ekki erlendis að áhafnir séu keyrðar á starfsstöð og mjög algengt í London að sjá flugmenn í almenningssamöngum á leið í vinnuna út á flugvöll. Þetta er ekkert ólíkt því að fólk er almennt ekki keyrt í vinnuna á kostnað vinnuveitanda,“ útskýrir Birgir.

Hann segist ekki vilja kalla þetta kjaraskerðingu heldur sé þetta í takt við atvinnulífið almennt þó það skapi vissulega hagræði fyrir fyrirtækið.

Enginn starfsaldurslisti

Áður hefur komið fram að hjá áhöfnum Play verður ekki farið eftir starfsaldurslista líkt og til að mynda tíðkast hjá Icelandair og fleiri flugfélögum.

„Ef starfsmaður er ráðinn í starf þá á hann að fá greitt fyrir vægi starfsins en ekki hvað hann hefur gengt því lengi. Ef flugmaður er ráðinn flugstjóri þá er virði hans starfs og hæfni væntanlega sú sama og annars starfsmanna í sama starfi þó að sá hafi unnið það lengur. Þetta er sanngjarnt,“ segir Birgir.

Hann segir það sama gilda um frelsi fyrirtækisins til að velja hæfasta starfsfólkið. Það fyrirkomulag eigi að vera eins og í flestum öðrum fyrirtækjum sem geti ráðið inn einstaklinga sem eru hæfastir burt séð frá starfsaldri.

Betri nýting en hjá Icelandair

„Eins og komið hefur fram þá stenst þessi samningur öll lög á Íslandi og er algjörlega samkvæmt leikreglum á íslenskum vinnumarkaði. En hann er öðruvísi en til dæmis það sem Icelandair hefur samið um enda er það fyrirtæki með annarskonar nálgun á sinn rekstur. Ég þekki þann samning þó ekkert umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Mér sýnist þó að vegna nýrrar nálgunar, sem er sameiginleg frá samningsaðilum, þá náum við betri nýtingu frá okkar áhöfnum en Icelandair. Þó ekki nálægt því hámarki sem evrópsk flugfélög geta náð samkvæmt alþjóðlegu öryggisreglunum og öll flugfelög vinna eftir,“ segir Birgir.

Hann áréttar að einingakostnaður Play byggi ekki á að nýta verktaka á lakari kjörum eða stunda félagsleg undirboð og gerviverktöku.

„Þvert á móti. Okkar starfsfólk á að fá greitt í samræmi við það mikilvæga framlag sem það leggur fram. Samngjarnt fyrir alla aðila,“ ítrekar Birgir að lokum.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …