Hefja sölu á Íslandsflugi frá Róm

Eftir tvo mánuði verður á ný hægt að fljúga beint milli Íslands og Ítalíu. Mynd: Christopher Czermak / Unsplash

Síðastliðið sumar hóf ungverska flugfélagið Wizz Air að fljúga til Íslands frá ítölsku borginni Mílanó. Og þrátt fyrir stuttan fyrirvara og heimsfaraldur þá þurfti félagið að fjölga ferðunum fra ítölsku borginni þegar leið á síðastliðið sumar. Á sama tíma felldi Icelandair niður allar sínar ferðir til borgarinnar.

Stjórnendur Wizz Air telja greinilega markað fyrir ennþá meiria Íslandsflug frá Ítalíu því nú hefur félagið hafið sölu á flugi milli Íslands og Fiumicino flugvallar í suðurhluta Rómarborgar. Fyrsta ferð er á dagskrá þann 16. júlí og stefnt er að þremur ferðum í viku í allt sumar og næsta vetur.

Brottfarir eru á dagskrá um kvöldmatarleytið frá Keflavíkurflugvelli og því fyrst lent í Róm klukkan tvö um nótt.

Wizz Air verður fjórða flugfélagið sem spreytir sig á áætlunarflugi milli Íslands og Rómar. Vueling reið á vaðið fyrir nokkrum árum og Wow hélt svo úti flugi þangað tvö sumur.

Norwegian bætti svo um betur með beinu flug frá Róm til Íslands allt árið um kring. Þeim ferðum var hætt í mars 2019 þegar Norwegian breytti um kúrs í starfsemi sinni á Ítalíu.